49. fundur
fjárlaganefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, miðvikudaginn 20. mars 2024 kl. 09:08


Mætt:

Stefán Vagn Stefánsson (SVS) formaður, kl. 09:08
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF) 1. varaformaður, kl. 09:08
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:08
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:08
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 09:08
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:08
Kristrún Frostadóttir (KFrost), kl. 09:08
Sigurjón Þórðarson (SigurjÞ), kl. 09:08
Teitur Björn Einarsson (TBE), kl. 09:08

Teitur Björn Einarsson tók þátt í fundinum með fjarfundabúnaði. Vilhjálmur Árnason var fjarverandi en ritar undir nefndarálit samkvæmt 2. mgr. 29. gr. laga nr. 55/1991.

Nefndarritarar:
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 399. mál - staðfesting ríkisreiknings 2022 Kl. 09:08
SVS, NTF, TBE, JSkúl, JFF, VilÁ, KFrost og SigurjÞ samþykktu að afgreiða málið úr nefndinni. BLG sat hjá við afgreiðslu málsins.
SVS, NTF, TBE, JSkúl, JFF, VilÁ standa að nefndaráliti meiri hluta nefndarinnar.
BLG mun leggja fram nefndarálit minni hluta.

2) Önnur mál Kl. 09:14
Samþykkt var skv. 1. mgr. 24. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis, sbr. 51. gr. þingskapa að kalla eftir öllum samskiptum núverandi fjármálaráðherra við Bankasýsluna sem og samskiptum Bankasýslunnar við Landsbankann frá sama tíma. Samþykkt var að senda út fyrirspurnir til Skattsins um bónuskerfi stofnunarinnar, sölu Byggðastofnunar á tilteknum eignum og til Úrvinnslusjóðs um flokkun og síðan brennslu á fernum. Auk þess var samþykkt að ítreka tvær fyrirspurnir. Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 09:15
Fundargerð 48. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 09:16